Stella útgáfa var sett á fót í desember 2008. Hún hefur gefið út kverið Saga af lítilli grenjuskjóðu eftir Kristínu Ómarsdóttur skáld sem féll í mjög svo ljúfan jarðveg og viðtökur góðar.
Hægt er að nálgast kverið í Bókabúð Steinars á Bergstaðastæti og Útúrdúr hjá Nýló.

Heimasíða stellu: frustella.org

Vertu velkomin í facebook hóp stellu !

email: sveinbjorg@frustella.org

23 October 2010

Nýjungar!!

Komdu sæl/ll,
stella er flutt á nýjan og betri stað: frustella.org

24 February 2009

Saga af lítilli grenjuskjóðu er einstaklega fallegt kver myndskreytt af höfundinum sjálfum. Það hefur aðeins verið gefið út í 48 sérmerktum og handunnum eintökum. -Einstakt listaverk-

Kristín Ómarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Ómarsdóttir (f. 24. september 1962) er skáldkona, sem gefið hefur út ljóð, smásögur, skáldsögur og leikrit. Hún vakti fyrst athygli fyrir leikritið Draumar á hvolfi sem sýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins árið 1987. Verk Kristínar hafa verið gefin út/sýnd á Íslandi, Frakklandi, Svíþjóð og Finnlandi. Hún hefur auk þess unnið að mörgum samvinnuverkefnum, með myndlistarfólki, tónlistarfólki og öðrum rithöfundum.